They Might Be Giants eru (ađallega) tveir bandarískir sprellarar, ţeir John Flansburgh og John Linnell, sem hafa víst veriđ ađ allar götur síđan 1982.
Mestrar velgengni áttu ţeir ađ fagna seint á síđustu öld ţegar lög á borđ viđ "Ana Ng" og hiđ ómótstćđilega "Birdhouse in Your Soul" komust hátt á lista víđa um heim. Ţar fyrir utan áttu ţeir ađallega upp á pallborđiđ hjá háskólaliđinu vestan hafs. En svo áttu ţeir líka "Boss of Me", ţemalagiđ úr Malcolm in the Middle ţáttunum. Kannski ţá rökrétt framhald ađ skella sér bara í barnatónlistarbransann, en einmitt ţađ virđast ţeir hafa gert, svona ađ mestu leyti, hin síđari ár.
Ţó ađ ţeir eigi nákvćmlega ekkert sameiginlegt tónlistarlega séđ, ţá minna TMBG mig alltaf svolítiđ á Mael-brćđurna í Sparks ţegar kemur ađ hnyttnum og frumlegum textum. En ţrátt fyrir allt sprelliđ og spaugiđ á yfirborđinu ţá glittir á stundum í ögn alvarlegan pólitískan undirtón hjá Jónunum í TMBG.
Hvađ um ţađ, eins og lofađ var, They Might Be Giants-lag dagsins:
Stutt og laggott - ekki hćgt ađ segja annađ. Mćli annars međ "A User's Guide to They Might Be Giants", safn-geisladiski sem gefin var út áriđ 2005 af Warner/Rhino. Ćtti ađ vera fáanlegur í flestum betri vef-verslunum.
Flokkur: Tónlist | 12.7.2017 | 17:38 (breytt kl. 23:01) | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.