Hó-hó-hó-It's magic!

pi

Flestir sem voru ađ komast til vits og ára um og í kringum miđjan áttunda áratuginn muna efalaust vel eftir laginu sem vísađ er í í fyrirsögninni. Lag sem átti upp á pallborđiđ um víđa veröld hiđ Herrans ár 1974.

Fćrri muna ţó e.t.v. eftir hljómsveitinni á bak viđ smellinn góđa. Pilot. Stofnuđ í Edinborg, Skotlandi sirka 1972/3 af ţeim David Paton (Bassi/söngur) og Billy Lyall (Hljómborđ), sem höfđu veriđ saman í Bay City Rollers löngu áđur en sú sveit sló í gegn svo um munađi. Ţeir Stuart Tosh (Trommur) og síđar Ian Bairnson (Gítar) slógust svo í hópinn og úr varđ ţetta líka fína band.

Ađ vísu gerđi fyrsta smáskífan Just a Smile ekki miklar rósir til ađ byrja međ, rétt eftir ađ samningur viđ EMI-útgáfuna var í höfn, en Magic, stuttu síđar, skaut Pilot hratt upp á stjörnuhimininn margumtalađa. Breiđskífan From the Album of the Same Name fylgdi svo í kjölfariđ, svona rétt eins og lög og reglur gera ráđ fyrir. Upptökustjórinn Alan Parsons hafđi áđur hlotiđ sína eldskírn í Abbey Road hljóđverinu sem tćknimađur bćđi Bítlana og Pink Floyd.

Svona fyrir utan Abbey Road og Alan Parsons voru áhrifin á Pilot augljós tónlistarlega séđ; Bítlarnir og annađ bítl. David Paton sérstaklega virtist gćddur svipađri náđargáfu og sjálfur McCartney ţegar kom ađ melódískum hljómagangi og ađlađandi viđlögum. Vandamáliđ, ţannig séđ, var bara ţađ ađ Badfinger og 10 CC voru á svipuđum slóđum á ţessum tíma og alls ekkert verri ef út í ţađ var fariđ.

Hvađ um ţađ. Sama teymi, Pilot og Parsons, réđst svo snarlega í gerđ Second Flight hljómskífunnar – án nokkurs vafa ţeirrar bestu er Pilot sendu frá sér. Smáskífan January náđi síđan toppi Breska smáskífulistans í janúar 1975, en Call Me Round floppađi svo fremur illa í kjölfariđ, og ţađ ţrátt fyrir ađ vera einn ţeirra sterkasti (og Bítlalegasti) singull.

 

Upp úr ţví var ný útgáfa af Just a Smile sett á markađ, án tilvonanandi árangurs ţó. Vandamáliđ viđ Pilot var svolítiđ ţannig ađ ţeim virtist vanta átakanlega sterka ímynd til ađ koma sér á síđur táningatímaritanna. Tónlistina höfđu ţeir međ sér en sjónrćnt séđ voru ţeir ekki beint Bay City Rollers.

Morin Heights, nćsta breiđskífa Pilot, kom út áriđ 1976. Upptökustjóri Queen, Roy Thomas Baker, var kominn um borđ og ögn framsćknari og ţyngri tónlist var í forgrunni. Samt sem áđur var melódían viđ völd í lögum á borđ viđ Canada og Penny in My Pocket. En hljómsveitir eins og Pilot voru ekki lengur móđins. Frá Kings Road ljót bárust org, pönkiđ var nú máliđ á međan metnađarfull dćgurtónlistarverk á borđ viđ ţá er Morin Heights innihélt fćddust nokkurnveginn andvana.

Grafskriftin var á veggnum en margir streittust viđ. Ţrátt fyrir ađ bćđi Billy Lyall og Stuart Tosh yfirgćfu sökkvandi skip Pilot héldu Ian Bairnson og David Paton svona hálfvegin ótrauđir áfram.

Arista útgáfan var ţeirra nćsti - og síđasti - áfangastađur ţar sem fjórđa breiđskífa Pilot, Two‘s a Crowd, kom út áriđ 1977. Fáir veittu henni hinsvegar athygli og leikurinn var einfaldlega úti.

Međlimir Pilot ţurftu ţó eigi ađ örvćnta ţar sem hljóđversvinna var nćg fyrir gott fólk sem kunni vel til verka. David Paton og Ian Bairnson gengu báđir til liđs viđ sinn gamla samstarfsmann og upptökustjóra Alan Parsons og Prójectiđ hans. Ađ auki poppađi Paton upp hjá u.ţ.b. öllum í bransanum; Paul McCartney, Kate Bush, Elton John, Rick Wakeman, Camel, Chris Rea, Fish, o.fl., o.fl. Pilot snéru svo aftur snemma á ţessari öld og hafa gefiđ sjálfir út efni međ hléum s.l. 15 ár eđa svo – ţá ađallega nýjar útgáfur af gömlu lögunum, auk ţess ađ túra svona viđ og viđ. Hó-hó-hó-It‘s magic!


Kóngurinn og ég.

ep16. ágúst 1977. Ég man ekki eftir ţví ađ Elvis Presley hafi skipt mig ýkja miklu máli á ţeim tímapunkti. Las eitthvađ um andlát hans í Mogganum, sem ég bar ţá út, sá eitthvađ í sjónvarpinu og heyrđi einhver lög í útvarpinu. Fannst einna merkilegast ađ Ţrjú tonn af sandi hét í raun Return to Sender og var alveg eldgamalt.

Sirka ári síđar hlustuđu ungir menn á pönk í blokkaríbúđ á Háaleitisbrautinni og notuđu Presley-plötu sem frisbí-disk fram af svölunum á sömu íbúđ. Föttuđu auđvitađ ekkert ađ Elvis var fyrsti pönkarinn.  En okkur til varnađar vil ég meina ađ ţetta hafi nú veriđ afar vond plata. Minnir ađ Old McDonald og When the Saints Go Marching In hafi veriđ tekin ţar og Presley-uđ til andskotans. Kóngurinn sem sagt ekki alveg upp á sitt allra besta.

Áriđ 1981 var gefin út umdeild bók eftir Albert nokkurn Goldman – Elvis. Ári síđar kom út íslensk ţýđing á verkinu. Einhverra hluta vegna datt ég inn í ţessa bók og, eins og svo margir á undan mér og eftir, heillađist ég af gođsögninni og ţversögninni sem var og hét Elvis Aaron Presley. Síđar komst ég ţó ađ ţví ađ Goldman ţessi var óttalegur fúskari sem sérhćfđi sig í hálfgerđum níđskrifum um látiđ fólk (John Lennon varđ síđar skotmark) og heilmikiđ í bókum hans sem hreinlega stenst ekki ţó eitthvađ hafi nú veriđ skúbb á sínum tíma.

Allar götur síđan hefur Elvis fylgt mér. Í tónlistina hef ég endurtekiđ sótt, mér til ánćgju, fyllingar og jafnvel huggunar. Persónan sjálf hefur ávallt veriđ heillandi ráđgáta og lífiđ sveipađ mótsagnakenndri dulúđ. Hann var engum líkur og bara sá alsvalasti.

elvis


Ţegar ástarsöngva syng ég...

gcFór á Rokksafniđ í Reykjanesbć í vikunni.  Alltaf gaman ađ koma í ţađ glćsilega safn.  Og ekki spillir fyrir ađ ţar er nú ný sýning tileinkuđ gođsögninni Björgvini Halldórssyni.  Stórglćsileg og stórskemmtileg í alla stađi auđvitađ. 

Međal ţess sem safngestir geta sér til ánćgju gert er ađ endurmixa megahittiđ Ég syng fyrir ţig frá 1978, á veglegu hljóđborđi í salarkynnum safnsins.  Vinur minn og ferđafélagi benti mér á ađ ţetta lag Björgvins, eins og mörg önnur, er tökulag, og ku enginn annar en Glen Campbell hafa veriđ upprunalegur flytjandi ţess.

Nú, ekki er Glen minni gođsögn en Bó, og í raun alveg stórmerkilegur listamađur.  Byrjađi feril sinn á unga aldri sem session mađur og var fljótt kominn í fremstu röđ ţar enda frábćr gítarleikari.

Hann lék um tíma međ hinu frćga Wrecking Crew gengi fćrustu session manna í L.A. á sjöunda áratugnum jafnframt ţví sem hann lék međ Beach Boys á tónleikum og tók upp eigin tónlist, ţ.á.m. hina stórkostlegu tónsmíđ Brian Wilson og Russ Titelman, Guess I'm Dumb (1965).

Síđar hóf hann samstarf međ lagahöfundinum frábćra Jimmy Webb og sló í gegn međ lögum hans eins og Witchita Lineman, By The Time I Get To Phoenix og Galveston - séu örfá nefnd.

Hátindi ferilsins náđi Glen líklega um miđjan áttunda áratuginn er ofursmellir á borđ viđ Rhinestone Cowboy og Southern Nights (eftir Allen Toussaint!) tröllriđu öldum ljósvakans vestra og víđar.

Er komiđ var fram á níunda áratuginn var ţó fariđ ađ halla ađeins undan fćti hjá okkar manni.  Vandrćđi í einkalífinu og erfiđleikar vegna áfengisneyslu bćttu svo ekki úr skák.  Frćgur var brandarinn sem Eddie Murphy sagđi á Grammy verđlaununum sirka '85, ţar sem viđstaddar voru allar helstu stjörnur ţess tíma: Ef ţađ yrđi varpađ sprengju á ţetta hús yrđi Glen Campbell skyndilega orđin stćrsta stjarna heims.  Og hvađ ţeir hlógu, Hall & Oates og allur sá pakki.

En á síđari árum er Glen Campbell nú farinn ađ gera ágćtis tónlist aftur.  Ghost on the Canvas er nokkurra ára gamalt lag međ honum sem mér finnst alveg asskoti gott bara....

En fyrir nokkrum árum greindist Glen Campbell međ Alzheimer hrörnunarsjúkdóminn illvíga og ku hann víst vera kominn á lokastigiđ nú.  Í sumar kom svo út platan sem er hans síđasta, Adios ađ nafni.  Áriđ 2014 kom út átakanleg heimildarmynd I'll Be Me, sem fjallar um baráttu Campbell-fjölskyldunnar viđ sjúkdóminn fram ađ ţví.  Algert skylduáhorf.  Skiljanlega hefur Glen Campbell nú sungiđ sitt síđasta og hefur dregiđ sig í hlé fyrir fullt og allt.  Adios, gamli. 


Elvis í 40 ár.

elvis Heil fjörtíu ár eru nú liđin síđan Elvis Costello kvađ sér hljóđs međ sinni fyrstu - og bestu - breiđskífu, My Aim is True.

Elvis - eđa Declan Patrick MacManus eins og hann var skírđur - er afkastamikill og mistćkur tónlistarmađur sem óhćtt er ađ fullyrđa ađ hafi byrjađ á toppnum ţar sem fyrstu tvćr breiđskífur hans, My Aim is True (1977) og This Year's Model (1978), toppa eiginlega allt sem á eftir kom.  En ţetta er mitt blogg og mitt álit bara.

Annar bloggari bloggađi nýlega eftirfarandi annarsstađar um My Aim is True.  Ekki sammála alveg öllu sem ţar er ritađ, en svona í meginatriđum samt...

Elvis Costello - My Aim is True 


Bobby Fuller

bobbyRúm fimmtíu ár eru nú liđin síđan Bobby Fuller féll frá.  Hljómsveit hans, The Bobby Fuller Four, er lang ţekktust fyrir hiđ klassíska "I Fought The Law", en ţeirra útgáfa af laginu sló í gegn áriđ 1966.  Lagiđ var samiđ af Sonny Curtis úr hljómsveitinni Crickets (gamla bandiđ hans Buddy Holly) sem gáfu ţađ fyrst út á plötu áriđ 1960.  Til er líka frábćr útgáfa af laginu međ The Clash frá árinu 1979.

Hvađ um ţađ, Bobby Fuller var rísandi stjarna sem fannst látinn í bíl fyrir utan heimili móđur sinnar í júlí 1966.  Allt hiđ undarlegasta mál.  Í upphafi var atvikiđ afgreitt sem sjálfsmorđ.  Síđar var lögregluskýrslunni breytt og slys skráđ sem orsökin fyrir dauđa Fuller.  Nánir vinir og ćttingjar vildu meina ađ hvorugt hafi átt viđ.  Ţannig séđ er máliđ enn óleyst...


They Might Be Giants-lag dagsins.

tmbg They Might Be Giants eru (ađallega) tveir bandarískir sprellarar, ţeir John Flansburgh og John Linnell, sem hafa víst veriđ ađ allar götur síđan 1982.

Mestrar velgengni áttu ţeir ađ fagna seint á síđustu öld ţegar lög á borđ viđ "Ana Ng" og hiđ ómótstćđilega "Birdhouse in Your Soul" komust hátt á lista víđa um heim.  Ţar fyrir utan áttu ţeir ađallega upp á pallborđiđ hjá háskólaliđinu vestan hafs.  En svo áttu ţeir líka "Boss of Me", ţemalagiđ úr Malcolm in the Middle ţáttunum.  Kannski ţá rökrétt framhald ađ skella sér bara í barnatónlistarbransann, en einmitt ţađ virđast ţeir hafa gert, svona ađ mestu leyti, hin síđari ár.

Ţó ađ ţeir eigi nákvćmlega ekkert sameiginlegt tónlistarlega séđ, ţá minna TMBG mig alltaf svolítiđ á Mael-brćđurna í Sparks ţegar kemur ađ hnyttnum og frumlegum textum.  En ţrátt fyrir allt sprelliđ og spaugiđ á yfirborđinu ţá glittir á stundum í ögn alvarlegan pólitískan undirtón hjá Jónunum í TMBG. 

Hvađ um ţađ, eins og lofađ var, They Might Be Giants-lag dagsins:

Stutt og laggott - ekki hćgt ađ segja annađ.  Mćli annars međ "A User's Guide to They Might Be Giants", safn-geisladiski sem gefin var út áriđ 2005 af Warner/Rhino.  Ćtti ađ vera fáanlegur í flestum betri vef-verslunum.


Eru Bítlarnir ofmetnir?

rc

Í júníhefti Record Collector, ţess ágćta tónlistartímarits, fá Bítlarnir, eins og svo oft áđur, ćđi mikiđ dálkapláss. Tilefniđ hefur ţó oft veriđ minna, en um ţessar mundir er sem sagt veriđ ađ gera Sgt. Pepper sjálfum alveg sérstaklega hátt undir höfđi sökum hálfrar aldar afmćlis ţess tímamótaverks, auk ţess sem vegleg endurhljóđblönduđ endurútgáfa er nýkomin út.

Međal ţess sem RC býđur nú upp á er einkar áhugaverđ umfjöllun eftir Spencer nokkurn Leigh, sveitung og samtímamann ţeirra Bítla, ţar sem stungin eru göt í margar ţćr ţjóđsögur sem fara af fjórmenningunum. Ţađ ađ hluturinn sé endurtekinn nógu oft gerir hann ekki endilega sannann og réttann. Og ţađ ţrátt fyrir ađ ţađ sé á prenti. Eftirfarandi málsgrein vakti sérstaka athygli mína:

With most Beatle books, I nearly always have the impression that The Beatles are being given too much credit. Just when did The Beatles find themselves streets ahead of The Rolling Stones, The Searchers, The Kinks and The Who, not to mention US acts like The Byrds and The Beach Boys? My overwhelming impression of living through the 60s is that it was a constant delight as one adventurous new release followed another. There were so many good sounds to be explored that I didn‘t even buy The Beatles‘ or Bob Dylan‘s records automatically.

Svo mörg voru ţau orđ.

Ţađ efast auđvitađ enginn um áhrifamátt Bítlanna, ađ ekki sé minnst á almenna fćrni ţeirra í faginu og jafnvel snilli, en í minni bók gerđu ţeir nú samt sem áđur aldrei jafn heilsteyptar og góđar breiđskífur og t.d. Pet Sounds (The Beach Boys, 1966) eđa Odyssey & Oracle (The Zombies, 1968).

Rubber_SoulRubber Soul er annars mín uppáhalds Bítlaplata. Ungir menn á uppleiđ, ađ fćra sig úr unglingapoppinu yfir í eitthvađ ađeins meira fullorđins. Fara ótrođnar slóđir vissulega. Líka farnir ađ fikta viđ skrítnar sígarettur og svona.

En ţađ tala ekki margir um Rubber Soul sem eitthvađ sérstakt tímamótaverk. Í stađinn er endalaust frođusnakkađ um nćstu plötu á eftir, Revolver. Jú, ţessa međ ljóta umslaginu og alveg afburđar leiđinlegum lögum á borđ viđ Yellow Submarine og Tomorrow Never Knows! Barokkpoppiđ var ađ vísu kannski fundiđ ţarna upp međ Eleanor Rigby, og And Your Bird Can Sing er kraftpopp af bestu gerđ. En svona eru flestar Bítlaplöturnar líka skítsófrenískar; ţađ er annađhvort í ökkla eđa eyra.

Svipađa sögu er hćgt ađ segja um Abbey Road. Hörmung eins og Maxwell‘s Silver Hammer og Octopus‘s Garden blanda skammlaust geđi viđ óumdeilanlega snilli á borđ viđ Something og syrpuna góđu á hliđ 2. Hvíta albúmiđ tvöfalda hefđi mátt vera einfalt. Alltof mikiđ af hálfkláruđu flippi. Ađ ekki sé minnst á Ob-La-Di, Ob-La-Da.

Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band er fín plata. Hliđ 1 er nánast fullkomin. Hliđ 2 er ţađ ekki. Ađ ţví sögđu verđur ţađ nú ađ viđurkennast ađ ég er ađ sjálfsögđu svolítiđ spenntur fyrir ţessu nýja mixi.

Alveg örugglega ekkert sérlega vinsćlt viđhorf ţó vart er ég einn um viđlíka skođanir. Bítlarnir eru bara og hafa veriđ svo lengi sem ég man eftir alveg óskaplega heilög kú. Er ekki mál ađ linni ađeins?


Höfundur

Hannes A. Jónsson
Hannes A. Jónsson

Mars 2018

S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband