Kóngurinn og ég.

ep16. ágúst 1977. Ég man ekki eftir því að Elvis Presley hafi skipt mig ýkja miklu máli á þeim tímapunkti. Las eitthvað um andlát hans í Mogganum, sem ég bar þá út, sá eitthvað í sjónvarpinu og heyrði einhver lög í útvarpinu. Fannst einna merkilegast að Þrjú tonn af sandi hét í raun Return to Sender og var alveg eldgamalt.

Sirka ári síðar hlustuðu ungir menn á pönk í blokkaríbúð á Háaleitisbrautinni og notuðu Presley-plötu sem frisbí-disk fram af svölunum á sömu íbúð. Föttuðu auðvitað ekkert að Elvis var fyrsti pönkarinn.  En okkur til varnaðar vil ég meina að þetta hafi nú verið afar vond plata. Minnir að Old McDonald og When the Saints Go Marching In hafi verið tekin þar og Presley-uð til andskotans. Kóngurinn sem sagt ekki alveg upp á sitt allra besta.

Árið 1981 var gefin út umdeild bók eftir Albert nokkurn Goldman – Elvis. Ári síðar kom út íslensk þýðing á verkinu. Einhverra hluta vegna datt ég inn í þessa bók og, eins og svo margir á undan mér og eftir, heillaðist ég af goðsögninni og þversögninni sem var og hét Elvis Aaron Presley. Síðar komst ég þó að því að Goldman þessi var óttalegur fúskari sem sérhæfði sig í hálfgerðum níðskrifum um látið fólk (John Lennon varð síðar skotmark) og heilmikið í bókum hans sem hreinlega stenst ekki þó eitthvað hafi nú verið skúbb á sínum tíma.

Allar götur síðan hefur Elvis fylgt mér. Í tónlistina hef ég endurtekið sótt, mér til ánægju, fyllingar og jafnvel huggunar. Persónan sjálf hefur ávallt verið heillandi ráðgáta og lífið sveipað mótsagnakenndri dulúð. Hann var engum líkur og bara sá alsvalasti.

elvis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hannes A. Jónsson
Hannes A. Jónsson

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband