Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2017

Ţegar ástarsöngva syng ég...

gcFór á Rokksafniđ í Reykjanesbć í vikunni.  Alltaf gaman ađ koma í ţađ glćsilega safn.  Og ekki spillir fyrir ađ ţar er nú ný sýning tileinkuđ gođsögninni Björgvini Halldórssyni.  Stórglćsileg og stórskemmtileg í alla stađi auđvitađ. 

Međal ţess sem safngestir geta sér til ánćgju gert er ađ endurmixa megahittiđ Ég syng fyrir ţig frá 1978, á veglegu hljóđborđi í salarkynnum safnsins.  Vinur minn og ferđafélagi benti mér á ađ ţetta lag Björgvins, eins og mörg önnur, er tökulag, og ku enginn annar en Glen Campbell hafa veriđ upprunalegur flytjandi ţess.

Nú, ekki er Glen minni gođsögn en Bó, og í raun alveg stórmerkilegur listamađur.  Byrjađi feril sinn á unga aldri sem session mađur og var fljótt kominn í fremstu röđ ţar enda frábćr gítarleikari.

Hann lék um tíma međ hinu frćga Wrecking Crew gengi fćrustu session manna í L.A. á sjöunda áratugnum jafnframt ţví sem hann lék međ Beach Boys á tónleikum og tók upp eigin tónlist, ţ.á.m. hina stórkostlegu tónsmíđ Brian Wilson og Russ Titelman, Guess I'm Dumb (1965).

Síđar hóf hann samstarf međ lagahöfundinum frábćra Jimmy Webb og sló í gegn međ lögum hans eins og Witchita Lineman, By The Time I Get To Phoenix og Galveston - séu örfá nefnd.

Hátindi ferilsins náđi Glen líklega um miđjan áttunda áratuginn er ofursmellir á borđ viđ Rhinestone Cowboy og Southern Nights (eftir Allen Toussaint!) tröllriđu öldum ljósvakans vestra og víđar.

Er komiđ var fram á níunda áratuginn var ţó fariđ ađ halla ađeins undan fćti hjá okkar manni.  Vandrćđi í einkalífinu og erfiđleikar vegna áfengisneyslu bćttu svo ekki úr skák.  Frćgur var brandarinn sem Eddie Murphy sagđi á Grammy verđlaununum sirka '85, ţar sem viđstaddar voru allar helstu stjörnur ţess tíma: Ef ţađ yrđi varpađ sprengju á ţetta hús yrđi Glen Campbell skyndilega orđin stćrsta stjarna heims.  Og hvađ ţeir hlógu, Hall & Oates og allur sá pakki.

En á síđari árum er Glen Campbell nú farinn ađ gera ágćtis tónlist aftur.  Ghost on the Canvas er nokkurra ára gamalt lag međ honum sem mér finnst alveg asskoti gott bara....

En fyrir nokkrum árum greindist Glen Campbell međ Alzheimer hrörnunarsjúkdóminn illvíga og ku hann víst vera kominn á lokastigiđ nú.  Í sumar kom svo út platan sem er hans síđasta, Adios ađ nafni.  Áriđ 2014 kom út átakanleg heimildarmynd I'll Be Me, sem fjallar um baráttu Campbell-fjölskyldunnar viđ sjúkdóminn fram ađ ţví.  Algert skylduáhorf.  Skiljanlega hefur Glen Campbell nú sungiđ sitt síđasta og hefur dregiđ sig í hlé fyrir fullt og allt.  Adios, gamli. 


Elvis í 40 ár.

elvis Heil fjörtíu ár eru nú liđin síđan Elvis Costello kvađ sér hljóđs međ sinni fyrstu - og bestu - breiđskífu, My Aim is True.

Elvis - eđa Declan Patrick MacManus eins og hann var skírđur - er afkastamikill og mistćkur tónlistarmađur sem óhćtt er ađ fullyrđa ađ hafi byrjađ á toppnum ţar sem fyrstu tvćr breiđskífur hans, My Aim is True (1977) og This Year's Model (1978), toppa eiginlega allt sem á eftir kom.  En ţetta er mitt blogg og mitt álit bara.

Annar bloggari bloggađi nýlega eftirfarandi annarsstađar um My Aim is True.  Ekki sammála alveg öllu sem ţar er ritađ, en svona í meginatriđum samt...

Elvis Costello - My Aim is True 


Bobby Fuller

bobbyRúm fimmtíu ár eru nú liđin síđan Bobby Fuller féll frá.  Hljómsveit hans, The Bobby Fuller Four, er lang ţekktust fyrir hiđ klassíska "I Fought The Law", en ţeirra útgáfa af laginu sló í gegn áriđ 1966.  Lagiđ var samiđ af Sonny Curtis úr hljómsveitinni Crickets (gamla bandiđ hans Buddy Holly) sem gáfu ţađ fyrst út á plötu áriđ 1960.  Til er líka frábćr útgáfa af laginu međ The Clash frá árinu 1979.

Hvađ um ţađ, Bobby Fuller var rísandi stjarna sem fannst látinn í bíl fyrir utan heimili móđur sinnar í júlí 1966.  Allt hiđ undarlegasta mál.  Í upphafi var atvikiđ afgreitt sem sjálfsmorđ.  Síđar var lögregluskýrslunni breytt og slys skráđ sem orsökin fyrir dauđa Fuller.  Nánir vinir og ćttingjar vildu meina ađ hvorugt hafi átt viđ.  Ţannig séđ er máliđ enn óleyst...


They Might Be Giants-lag dagsins.

tmbg They Might Be Giants eru (ađallega) tveir bandarískir sprellarar, ţeir John Flansburgh og John Linnell, sem hafa víst veriđ ađ allar götur síđan 1982.

Mestrar velgengni áttu ţeir ađ fagna seint á síđustu öld ţegar lög á borđ viđ "Ana Ng" og hiđ ómótstćđilega "Birdhouse in Your Soul" komust hátt á lista víđa um heim.  Ţar fyrir utan áttu ţeir ađallega upp á pallborđiđ hjá háskólaliđinu vestan hafs.  En svo áttu ţeir líka "Boss of Me", ţemalagiđ úr Malcolm in the Middle ţáttunum.  Kannski ţá rökrétt framhald ađ skella sér bara í barnatónlistarbransann, en einmitt ţađ virđast ţeir hafa gert, svona ađ mestu leyti, hin síđari ár.

Ţó ađ ţeir eigi nákvćmlega ekkert sameiginlegt tónlistarlega séđ, ţá minna TMBG mig alltaf svolítiđ á Mael-brćđurna í Sparks ţegar kemur ađ hnyttnum og frumlegum textum.  En ţrátt fyrir allt sprelliđ og spaugiđ á yfirborđinu ţá glittir á stundum í ögn alvarlegan pólitískan undirtón hjá Jónunum í TMBG. 

Hvađ um ţađ, eins og lofađ var, They Might Be Giants-lag dagsins:

Stutt og laggott - ekki hćgt ađ segja annađ.  Mćli annars međ "A User's Guide to They Might Be Giants", safn-geisladiski sem gefin var út áriđ 2005 af Warner/Rhino.  Ćtti ađ vera fáanlegur í flestum betri vef-verslunum.


Höfundur

Hannes A. Jónsson
Hannes A. Jónsson

Mars 2018

S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband