Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2017

Kóngurinn og ég.

ep16. ágúst 1977. Ég man ekki eftir ţví ađ Elvis Presley hafi skipt mig ýkja miklu máli á ţeim tímapunkti. Las eitthvađ um andlát hans í Mogganum, sem ég bar ţá út, sá eitthvađ í sjónvarpinu og heyrđi einhver lög í útvarpinu. Fannst einna merkilegast ađ Ţrjú tonn af sandi hét í raun Return to Sender og var alveg eldgamalt.

Sirka ári síđar hlustuđu ungir menn á pönk í blokkaríbúđ á Háaleitisbrautinni og notuđu Presley-plötu sem frisbí-disk fram af svölunum á sömu íbúđ. Föttuđu auđvitađ ekkert ađ Elvis var fyrsti pönkarinn.  En okkur til varnađar vil ég meina ađ ţetta hafi nú veriđ afar vond plata. Minnir ađ Old McDonald og When the Saints Go Marching In hafi veriđ tekin ţar og Presley-uđ til andskotans. Kóngurinn sem sagt ekki alveg upp á sitt allra besta.

Áriđ 1981 var gefin út umdeild bók eftir Albert nokkurn Goldman – Elvis. Ári síđar kom út íslensk ţýđing á verkinu. Einhverra hluta vegna datt ég inn í ţessa bók og, eins og svo margir á undan mér og eftir, heillađist ég af gođsögninni og ţversögninni sem var og hét Elvis Aaron Presley. Síđar komst ég ţó ađ ţví ađ Goldman ţessi var óttalegur fúskari sem sérhćfđi sig í hálfgerđum níđskrifum um látiđ fólk (John Lennon varđ síđar skotmark) og heilmikiđ í bókum hans sem hreinlega stenst ekki ţó eitthvađ hafi nú veriđ skúbb á sínum tíma.

Allar götur síđan hefur Elvis fylgt mér. Í tónlistina hef ég endurtekiđ sótt, mér til ánćgju, fyllingar og jafnvel huggunar. Persónan sjálf hefur ávallt veriđ heillandi ráđgáta og lífiđ sveipađ mótsagnakenndri dulúđ. Hann var engum líkur og bara sá alsvalasti.

elvis


Höfundur

Hannes A. Jónsson
Hannes A. Jónsson

Jan. 2025

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband