Fór á Rokksafniđ í Reykjanesbć í vikunni. Alltaf gaman ađ koma í ţađ glćsilega safn. Og ekki spillir fyrir ađ ţar er nú ný sýning tileinkuđ gođsögninni Björgvini Halldórssyni. Stórglćsileg og stórskemmtileg í alla stađi auđvitađ.
Međal ţess sem safngestir geta sér til ánćgju gert er ađ endurmixa megahittiđ Ég syng fyrir ţig frá 1978, á veglegu hljóđborđi í salarkynnum safnsins. Vinur minn og ferđafélagi benti mér á ađ ţetta lag Björgvins, eins og mörg önnur, er tökulag, og ku enginn annar en Glen Campbell hafa veriđ upprunalegur flytjandi ţess.
Nú, ekki er Glen minni gođsögn en Bó, og í raun alveg stórmerkilegur listamađur. Byrjađi feril sinn á unga aldri sem session mađur og var fljótt kominn í fremstu röđ ţar enda frábćr gítarleikari.
Hann lék um tíma međ hinu frćga Wrecking Crew gengi fćrustu session manna í L.A. á sjöunda áratugnum jafnframt ţví sem hann lék međ Beach Boys á tónleikum og tók upp eigin tónlist, ţ.á.m. hina stórkostlegu tónsmíđ Brian Wilson og Russ Titelman, Guess I'm Dumb (1965).
Síđar hóf hann samstarf međ lagahöfundinum frábćra Jimmy Webb og sló í gegn međ lögum hans eins og Witchita Lineman, By The Time I Get To Phoenix og Galveston - séu örfá nefnd.
Hátindi ferilsins náđi Glen líklega um miđjan áttunda áratuginn er ofursmellir á borđ viđ Rhinestone Cowboy og Southern Nights (eftir Allen Toussaint!) tröllriđu öldum ljósvakans vestra og víđar.
Er komiđ var fram á níunda áratuginn var ţó fariđ ađ halla ađeins undan fćti hjá okkar manni. Vandrćđi í einkalífinu og erfiđleikar vegna áfengisneyslu bćttu svo ekki úr skák. Frćgur var brandarinn sem Eddie Murphy sagđi á Grammy verđlaununum sirka '85, ţar sem viđstaddar voru allar helstu stjörnur ţess tíma: Ef ţađ yrđi varpađ sprengju á ţetta hús yrđi Glen Campbell skyndilega orđin stćrsta stjarna heims. Og hvađ ţeir hlógu, Hall & Oates og allur sá pakki.
En á síđari árum er Glen Campbell nú farinn ađ gera ágćtis tónlist aftur. Ghost on the Canvas er nokkurra ára gamalt lag međ honum sem mér finnst alveg asskoti gott bara....
En fyrir nokkrum árum greindist Glen Campbell međ Alzheimer hrörnunarsjúkdóminn illvíga og ku hann víst vera kominn á lokastigiđ nú. Í sumar kom svo út platan sem er hans síđasta, Adios ađ nafni. Áriđ 2014 kom út átakanleg heimildarmynd I'll Be Me, sem fjallar um baráttu Campbell-fjölskyldunnar viđ sjúkdóminn fram ađ ţví. Algert skylduáhorf. Skiljanlega hefur Glen Campbell nú sungiđ sitt síđasta og hefur dregiđ sig í hlé fyrir fullt og allt. Adios, gamli.
Athugasemdir
Takk fyrir góđan og frćđandi pistil. - Ég vissi ýmislegt um Glen Campell, en ţetti fyllti upp í pakkann. Takk fyrir.
Már Elíson, 28.7.2017 kl. 00:04
Ţakka ţér, Már.
Hannes A. Jónsson, 30.7.2017 kl. 21:24
Skemmtileg samantekt hjá ţér.
Mar Wolfgang Mixa (IP-tala skráđ) 9.8.2017 kl. 09:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.